Jórunn Brynjólfsdóttir
Laugardaginn 23. júní, 2001 - Morgunblaðið
91 árs vistmaður á Grund og rekur eigin rúmfataverslun á Skólavörðustíg 19 í Reykjavík:
VERSLUNIN á Skólavörðustíg 19 lætur ekki mikið yfir sér. Það er ekki nóg með að búðin sé lítil að flatarmáli heldur hefur hún ekkert heiti enda segir eigandi hennar að hann sé "ekkert svoleiðis móðins að hafa nafn á búðinni.

Innan um sængurver og kodda hefur Jórunn komið fyrir persónulegum munum í verslun sinni og alltaf er logandi kertaljós til að gera búðina heimilislegri.
VERSLUNIN á Skólavörðustíg 19 lætur ekki mikið yfir sér. Það er ekki nóg með að búðin sé lítil að flatarmáli heldur hefur hún ekkert heiti enda segir eigandi hennar að hann sé "ekkert svoleiðis móðins að hafa nafn á búðinni."
Sú sem þarna talar er Jórunn Ragnheiður Brynjólfsdóttir frá Hrísey sem þrátt fyrir að vera komin á tíræðisaldur tekur sama leigubílinn á hverjum morgni klukkan tíu frá dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þar sem hún býr. Þaðan fer hún í vinnuna þar sem hún afgreiðir sængurfatnað og dúka ásamt fleiru fram til klukkan sex á daginn, líkt og hún hefur gert síðastliðin níu ár. Svo skemmtilega vill til að daginn sem Morgunblaðið tekur hús á Jórunni, þann 20. júní, á hún 91 árs afmæli. Hún tekur sér þó ekki frí í tilefni dagsins heldur stendur keik aftan við búðarborðið og tekur hlýlega á móti viðskiptavinum sínum. Þegar gengið er inn í verslunina tekur maður fyrst eftir sérstöku andrúmsloftinu sem þar ríkir. Innan um sængurver, náttklæðnað og fallega dúka má sjá persónulega muni, fallegar myndir á veggjum og logandi kertaljós.
"Ég hef alltaf haft kertaljós í búðinni í öll þessi ár sem ég hef rekið verslun því þá finnst mér ég vera komin heim," segir hún og brosir. Það er greinilegt að þetta skilar sér því verslunin er ákaflega heimilisleg.
Aðalatriðið að manni líði vel
Það tekur nokkrar fortölur að fá Jórunni til að segja svolítið frá sjálfri sér og versluninni. "Ég er bara venjuleg manneskja og vil ekkert láta bera á mér því ég er ekkert öðruvísi en aðrir," segir hún og finnst ekkert merkilegt við það að vera 91 árs verslunarrekandi í miðbæ Reykjavíkur.
Að lokum lætur hún þó tilleiðast og fyrsta spurningin er hvers vegna hún sé að standa í þessum verslunarrekstri. "Ég get ekki hugsað mér líf án vinnu," segir hún óhikað. "En ég fór ekki að vinna fyrr en börnin mín voru komin upp og þá var ég fimmtug. Þá var drengurinn minn orðinn stúdent og stelpurnar farnar að heiman," segir hún og í ljós kemur að hún á þrjár dætur og einn son.
Það er þó tiltölulega stutt síðan hún hóf verslunarreksturinn að Skólavörðustíg.
"Ég var búin að vera lengi með stóra búð með vefnaðarvöru að Grundarstíg 2 en hætti þar þegar ég varð 75 ára. Svo fór ég aftur að vinna í búð niðri á torgi 80 ára gömul og vann í tvö ár áður en ég opnaði búðina hérna," segir Jórunn og bætir því við að dætrum hennar hafi ekkert litist á blikuna þegar hún tók upp á því að fara aftur út á vinnumarkaðinn.
"En þetta er bara svo gaman," segir hún og það er augljóst að þar fylgir hugur máli. "Aðalatriðið er að manni líði vel."
Alltaf sami leigubílstjórinn
Fyrir tveimur mánuðum fluttist Jórunn á dvalarheimilið Grund og segir hún það bestu ákvörðun sem hún hafi tekið lengi. "Það er svo gaman að vera þarna, það er svo gott og yndislegt fólk. Þegar ég er búin að vera hér í búðinni er búið að vera nóg af þvargi og ég er búin að fá nógu mikinn félagsskap og ég vil fá að vera í næði. En þegar maður er með stóra fjölskyldu er alltaf eitthvað að gerast og ég var orðin svolítið þreytt og langaði bara að vera út af fyrir mig," segir hún en bætir þó við að hún hafi myndir af börnunum sínum allt í kringum sig á Grund.
Til að komast í verslunina á morgnana tekur Jórunn leigubíl og það er alltaf sami bílstjóri, Hermann Björgvinsson á BSR, sem ekur henni. "Það fara alltaf allir svo snemma í vinnu en ég fer ekki fyrr en klukkan tíu þannig að það er erfitt um vik að fá far með einhverjum. Svo ég fór að hugsa hvernig ég færi að því að koma mér í vinnuna og hugsaði sem svo að ég gæti nú alltaf tekið bíl en mér finnst svo leiðinlegt að fara alltaf með nýjum og nýjum bílstjóra. En svo hringdi dóttir mín á leigubíl og það kom svo yndislegur maður og mér fannst hann svo geðugur að ég segi sem svo: heldurðu að þú sækir mig ekki hér eftir," útskýrir Jórunn og sú varð líka raunin.
Jórunn segir Hermann vera alveg einstakan. "Hann er búinn að gera mig alveg ósjálfbjarga, styður alveg við mig og ætlar varla að sleppa mér. Það spyrja mig allir hvort hann sé eitthvað skyldur mér þessi maður en hann er bara svo óskaplega mikið góðmenni," segir hún og bætir því við að þegar hún hafi verið að vandræðast yfir akstursmálunum hafi hún ákveðið að fela Guði að finna út úr þessu.
"Og þessu tek ég svo mikið eftir, maður verður að treysta á hann."
Minningar til að taka með heim
Hún segir dagana í versluninni afskaplega misjafna. "Suma daga er mikið að gera og aðra minna en ég fæ venjulega gott út úr búðinni. Hins vegar er ég ekkert að safna neitt. Það er kannski nauðsynlegt þegar maður er að koma sér áfram en svo er ekkert gaman að vera með eitthvert drasl sem maður veit ekkert hvað maður á að gera við."
Viðskiptavinir Jórunnar eru af ýmsu tagi en þó segir hún yngri konur í meirihluta. "Ég er búin að vera verslunarkona í 40 ár og sumar af þeim náðu ekki upp á búðarborðið hjá mér þegar þær komu fyrst með mæðrum sínum. Þannig að það er voða mikið af ungum stelpum sem koma og versla hjá mér."
Hún segir að sér hlýni um hjartaræturnar þegar hún finni fyrir því að fólk versli sérstaklega hjá henni til að styðja hana í verslunarrekstrinum og nefnir sem dæmi konu sem keypti allar jólagjafirnar hjá henni fyrir síðustu jól.
"Þetta var mjög dýrmætt fyrir mig að finna að það er til maður og maður sem hugsar svona - að þarna sé gömul kona með verslun sem verði kannski út undan í öllum þessum ys og þys."
Vörurnar fær Jórunn frá heildsölum sem hún segir ákaflega góða við sig. "Ef þeir eiga eitthvað á niðursettu verði geyma þeir það handa mér en svo hef ég líka fengið áminningu frá þeim ef ég sel of ódýrt því þá eru sumar verslanirnar að kvarta. En ég geri þetta því ég er bara að leika mér og er hér til að hafa það gaman því það er enginn dagur sem líður án þess að maður fái einhverjar minningar til að fara með heim," segir hún.
Hefur ekkert með dugnað að gera
Þegar hún er spurð að því hvort henni finnist ekki mikið mál að reka verslun svarar hún stutt og ákveðið: "Nei," og þverneitar að þetta hafi eitthvað með dugnað að gera. "Þetta er ekki dugnaður, þetta er bara vilji," segir hún. "Ég vinn bara á styrknum og viljanum."
Það er heldur ekkert uppgjafarhljóð í þessari ákveðnu verslunarkonu og segist hún ætla að standa á bak við búðarborðið svo lengi sem hún hefur heilsu. "Hann Úlfur Ragnarsson læknir, sem er mikill vinur minn, hefur alltaf sagt að ég muni bara líða út af í vinnunni og ég vona að sú verði raunin," segir hún og brosir.
"Þá fer ég bara í næstu vinnu á næsta stað."
91 árs vistmaður á Grund og rekur eigin rúmfataverslun á Skólavörðustíg 19 í Reykjavík:
VERSLUNIN á Skólavörðustíg 19 lætur ekki mikið yfir sér. Það er ekki nóg með að búðin sé lítil að flatarmáli heldur hefur hún ekkert heiti enda segir eigandi hennar að hann sé "ekkert svoleiðis móðins að hafa nafn á búðinni.

"Bara venjuleg manneskja"
Innan um sængurver og kodda hefur Jórunn komið fyrir persónulegum munum í verslun sinni og alltaf er logandi kertaljós til að gera búðina heimilislegri.
VERSLUNIN á Skólavörðustíg 19 lætur ekki mikið yfir sér. Það er ekki nóg með að búðin sé lítil að flatarmáli heldur hefur hún ekkert heiti enda segir eigandi hennar að hann sé "ekkert svoleiðis móðins að hafa nafn á búðinni."
Sú sem þarna talar er Jórunn Ragnheiður Brynjólfsdóttir frá Hrísey sem þrátt fyrir að vera komin á tíræðisaldur tekur sama leigubílinn á hverjum morgni klukkan tíu frá dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þar sem hún býr. Þaðan fer hún í vinnuna þar sem hún afgreiðir sængurfatnað og dúka ásamt fleiru fram til klukkan sex á daginn, líkt og hún hefur gert síðastliðin níu ár. Svo skemmtilega vill til að daginn sem Morgunblaðið tekur hús á Jórunni, þann 20. júní, á hún 91 árs afmæli. Hún tekur sér þó ekki frí í tilefni dagsins heldur stendur keik aftan við búðarborðið og tekur hlýlega á móti viðskiptavinum sínum. Þegar gengið er inn í verslunina tekur maður fyrst eftir sérstöku andrúmsloftinu sem þar ríkir. Innan um sængurver, náttklæðnað og fallega dúka má sjá persónulega muni, fallegar myndir á veggjum og logandi kertaljós.
"Ég hef alltaf haft kertaljós í búðinni í öll þessi ár sem ég hef rekið verslun því þá finnst mér ég vera komin heim," segir hún og brosir. Það er greinilegt að þetta skilar sér því verslunin er ákaflega heimilisleg.
Aðalatriðið að manni líði vel
Það tekur nokkrar fortölur að fá Jórunni til að segja svolítið frá sjálfri sér og versluninni. "Ég er bara venjuleg manneskja og vil ekkert láta bera á mér því ég er ekkert öðruvísi en aðrir," segir hún og finnst ekkert merkilegt við það að vera 91 árs verslunarrekandi í miðbæ Reykjavíkur.
Að lokum lætur hún þó tilleiðast og fyrsta spurningin er hvers vegna hún sé að standa í þessum verslunarrekstri. "Ég get ekki hugsað mér líf án vinnu," segir hún óhikað. "En ég fór ekki að vinna fyrr en börnin mín voru komin upp og þá var ég fimmtug. Þá var drengurinn minn orðinn stúdent og stelpurnar farnar að heiman," segir hún og í ljós kemur að hún á þrjár dætur og einn son.
Það er þó tiltölulega stutt síðan hún hóf verslunarreksturinn að Skólavörðustíg.
"Ég var búin að vera lengi með stóra búð með vefnaðarvöru að Grundarstíg 2 en hætti þar þegar ég varð 75 ára. Svo fór ég aftur að vinna í búð niðri á torgi 80 ára gömul og vann í tvö ár áður en ég opnaði búðina hérna," segir Jórunn og bætir því við að dætrum hennar hafi ekkert litist á blikuna þegar hún tók upp á því að fara aftur út á vinnumarkaðinn.
"En þetta er bara svo gaman," segir hún og það er augljóst að þar fylgir hugur máli. "Aðalatriðið er að manni líði vel."
Alltaf sami leigubílstjórinn
Fyrir tveimur mánuðum fluttist Jórunn á dvalarheimilið Grund og segir hún það bestu ákvörðun sem hún hafi tekið lengi. "Það er svo gaman að vera þarna, það er svo gott og yndislegt fólk. Þegar ég er búin að vera hér í búðinni er búið að vera nóg af þvargi og ég er búin að fá nógu mikinn félagsskap og ég vil fá að vera í næði. En þegar maður er með stóra fjölskyldu er alltaf eitthvað að gerast og ég var orðin svolítið þreytt og langaði bara að vera út af fyrir mig," segir hún en bætir þó við að hún hafi myndir af börnunum sínum allt í kringum sig á Grund.
Til að komast í verslunina á morgnana tekur Jórunn leigubíl og það er alltaf sami bílstjóri, Hermann Björgvinsson á BSR, sem ekur henni. "Það fara alltaf allir svo snemma í vinnu en ég fer ekki fyrr en klukkan tíu þannig að það er erfitt um vik að fá far með einhverjum. Svo ég fór að hugsa hvernig ég færi að því að koma mér í vinnuna og hugsaði sem svo að ég gæti nú alltaf tekið bíl en mér finnst svo leiðinlegt að fara alltaf með nýjum og nýjum bílstjóra. En svo hringdi dóttir mín á leigubíl og það kom svo yndislegur maður og mér fannst hann svo geðugur að ég segi sem svo: heldurðu að þú sækir mig ekki hér eftir," útskýrir Jórunn og sú varð líka raunin.
Jórunn segir Hermann vera alveg einstakan. "Hann er búinn að gera mig alveg ósjálfbjarga, styður alveg við mig og ætlar varla að sleppa mér. Það spyrja mig allir hvort hann sé eitthvað skyldur mér þessi maður en hann er bara svo óskaplega mikið góðmenni," segir hún og bætir því við að þegar hún hafi verið að vandræðast yfir akstursmálunum hafi hún ákveðið að fela Guði að finna út úr þessu.
"Og þessu tek ég svo mikið eftir, maður verður að treysta á hann."
Minningar til að taka með heim
Hún segir dagana í versluninni afskaplega misjafna. "Suma daga er mikið að gera og aðra minna en ég fæ venjulega gott út úr búðinni. Hins vegar er ég ekkert að safna neitt. Það er kannski nauðsynlegt þegar maður er að koma sér áfram en svo er ekkert gaman að vera með eitthvert drasl sem maður veit ekkert hvað maður á að gera við."
Viðskiptavinir Jórunnar eru af ýmsu tagi en þó segir hún yngri konur í meirihluta. "Ég er búin að vera verslunarkona í 40 ár og sumar af þeim náðu ekki upp á búðarborðið hjá mér þegar þær komu fyrst með mæðrum sínum. Þannig að það er voða mikið af ungum stelpum sem koma og versla hjá mér."
Hún segir að sér hlýni um hjartaræturnar þegar hún finni fyrir því að fólk versli sérstaklega hjá henni til að styðja hana í verslunarrekstrinum og nefnir sem dæmi konu sem keypti allar jólagjafirnar hjá henni fyrir síðustu jól.
"Þetta var mjög dýrmætt fyrir mig að finna að það er til maður og maður sem hugsar svona - að þarna sé gömul kona með verslun sem verði kannski út undan í öllum þessum ys og þys."
Vörurnar fær Jórunn frá heildsölum sem hún segir ákaflega góða við sig. "Ef þeir eiga eitthvað á niðursettu verði geyma þeir það handa mér en svo hef ég líka fengið áminningu frá þeim ef ég sel of ódýrt því þá eru sumar verslanirnar að kvarta. En ég geri þetta því ég er bara að leika mér og er hér til að hafa það gaman því það er enginn dagur sem líður án þess að maður fái einhverjar minningar til að fara með heim," segir hún.
Hefur ekkert með dugnað að gera
Þegar hún er spurð að því hvort henni finnist ekki mikið mál að reka verslun svarar hún stutt og ákveðið: "Nei," og þverneitar að þetta hafi eitthvað með dugnað að gera. "Þetta er ekki dugnaður, þetta er bara vilji," segir hún. "Ég vinn bara á styrknum og viljanum."
Það er heldur ekkert uppgjafarhljóð í þessari ákveðnu verslunarkonu og segist hún ætla að standa á bak við búðarborðið svo lengi sem hún hefur heilsu. "Hann Úlfur Ragnarsson læknir, sem er mikill vinur minn, hefur alltaf sagt að ég muni bara líða út af í vinnunni og ég vona að sú verði raunin," segir hún og brosir.
"Þá fer ég bara í næstu vinnu á næsta stað."
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home